Nýtt Íslandsmet í liðakeppni - Theodór Íslandsmeistari fjórða sinn í röð
Theodór Kjartansson frá Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari fjórða árið í röð í 300 metra riffli liggjandi. Í liðakeppni varð A-sveit Skotdeildar Keflavíkur í fyrsta sæti með 1616 stig með nýtt Íslandsmet í liðakeppni. Íslandsmeistarmót 2016 í 300m riffill fór fram á vegum Skotdeildar Keflavíkur um helgina. Sex keppendur voru skráðir til leiks, þrír frá Keflvík og þrír frá Kópavogi.