Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýtt æfingasvæði hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar
Þriðjudagur 12. maí 2009 kl. 11:01

Nýtt æfingasvæði hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýtt æfingasvæði var vígt 2. maí sl. við golfvöll Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Mikil fjölgun hefur verið í klúbbnum og eru félagar nú um 300 manns.

Séra Bára Friðriksdóttir, sóknaprestur blessaði svæðið og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri opnaði það með því að klippa á borða og tók svo fyrsta höggið. Andrés Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Vatnsleysustrandar og Róbert bæjarstjóri Voga skrifuðu undir samstarfssamning í tilefni af opnun svæðisins. Með samningnum staðfestu báðir aðilar vilja sinn til að stórauka unglingastarf hjá GVS.

Æfingasvæðið er um 200 metra langt með möguleika á um hundrað metra lengingu. Að sögn Húberts Ágústssonar, vallarstjóra GVS var þetta liður í því að auka þjónustuna við klúbbmeðlimi. Ráðinn hefur verið golfleiðbeinandi til að sinna unglingastarfi í sumar.
Mikil gróska er hjá GVS en í fyrra fékk klúbburinn annað hús þannig og með smíði palls á mili húsanna er golfskála aðstaða í fínum málum.
Flestir félaganna koma frá Hafnarfirði og Reykjavík og hefur félögum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.

Á myndinn má sjá Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga slá upphafshöggið á æfingasvæðinu.