Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr yfirþjálfari í hópfimleikum ráðinn til Keflavíkur
Gunnlaugur Kárason og Jóhanna Runólfsdóttir handsala samninginn
Mánudagur 11. maí 2015 kl. 09:00

Nýr yfirþjálfari í hópfimleikum ráðinn til Keflavíkur

Fimleikadeild Keflavíkur hefur ráðið til sín nýjan yfirþjálfara til að sinna starfi hópfimleikaþjálfara hjá félaginu.

Nýji yfirþjálfarinn heitir Jóhanna Runólfsdóttir en hún á sjálf að baki fimleikaferil þar sem hún hefur keppt fyrir fimleikafélag Selfoss ásamt því að hafa sinnt þjálarastörfum hjá bæði Selfossi og Stjörnunni. Jóhanna er menntaður íþróttafræðingur og hefur auk þess dómararéttindi í hópfimleikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var Gunnlaugur Kárason, formaður fimleikadeildar Keflavíkur sem undirritaði samninginn við Jóhönnu á dögunum en ljóst er að fimleikadeild Keflavíkur ætlar sér að byggja ofan á þann frábæra árangur sem deildin náði í vetur.