Nýr útlendingur til kvennaliðs Keflavíkur í körfu
Melissa Zornig semur við Keflavík
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við Melissu Zornig fyrir komandi tímabil hjá kvennaliði félagsins. Melissa sem er fædd árið 1992 og er bandarískur ríkisborgari. Hún spilar sem bakvörður og þykir einkar snöll sem slík og góður skotmaður. Melissa útskrifaðist frá University of Californaia Santa Barbara vorið 2014 þar sem hún lék við góðan orðstýr en sl. tímabil lék Melissa í Þýskalandi.
Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er mjög ánægð með liðsaukann og hlakkar mikið til að vinna með Melissu á komandi tímabili.
Svipmyndir af Melissu í háskólaboltanum: https://www.youtube.com/watch?v=tJ2UnJzoJvU