Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr þjálfari til Grindavíkur?
Mánudagur 10. október 2005 kl. 11:31

Nýr þjálfari til Grindavíkur?

Sigurður Jónsson mun taka við þjálfarahlutverkinu af Milan Stefáni Jankovic sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á næstu leiktíð en visir.is greinir frá þessu og vitnar til heimilda Fréttablaðsins.

Búist var við því að Sigurður yrði áfram hjá Víkingum en upp úr viðræðum hans og stjórnar Víkings slitnaði að tímabilinu loknu.

Segir einnig í fréttinni á vísir.is að Sigurður hafi hitt forráðamenn Grindvíkinga síðustu daga og vikur. Ekki stendur til að leysa Milan Stefán undan störfum heldur að hann taki að sér yfirþjálfun yngri flokka hjá félaginu ásamt því að vera aðstoðarmaður Sigurðar. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur vildi ekki staðfesta að hann hafi átt í viðræðum við Sigurð og sjálfur vildi Sigurður ekki láta annað hafa eftir sér en að hann væri nú að skoða sín mál.

Mynd: www.vikingur.net


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024