Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýr þjálfari hjá UMFN
Carla Garcia Jurado.
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 10:00

Nýr þjálfari hjá UMFN

- júdóþjálfarinn Carla Garcia Jurado.

Hin 23 ára Carla Garcia Jurado hefur bæst í þjálfarateymi júdódeildar UMFN. Carla kemur frá Spáni þar sem hún hefur æft frá því hún var sex ára og hefur því mikla reynslu í íþróttinni. Hún hefur verið í þjálfun hjá Go Tsunoda hinum japanska. Þá hefur Carla fjórum sinnum hlotið þriðja sæti á opnum spænskum mótum, einu sinni sem Cadett og einu sinni sem Junior. Hún hefur einnig einu sinni orðið Spánarmeistari með liði sínu frá Katalóníu.

Júdódeildin mun í sumar bjóða upp á námskeið sem eingöngu er ætlað konum og unglingum sem ekki hafa komið nálægt bardagaíþrottum. Nánari upplýsingar er að fynna á www.bjjudo.com.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024