Nýr markmaður til Keflavíkur
Knattspyrnulið Keflavíkur hefur samið við markmanninn Þóru Reyn Rögnvaldsdóttur sem lék með FH á síðasta tímabili. Þóra er frá Akureyri og hefur, auk þess að leika með FH, leikið með Þór, KA, Þrótt Reykjavík og Val.
Þóra hefur leikið með U-19 og U-21 ára landsliði Íslands og er að klára nám við Tomas University í Georgia þar sem hún hefur stundað sálfræðinám.
Mynd: Reynir Ragnarsson formaður kvennaráðs og Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir
Þóra hefur leikið með U-19 og U-21 ára landsliði Íslands og er að klára nám við Tomas University í Georgia þar sem hún hefur stundað sálfræðinám.
Mynd: Reynir Ragnarsson formaður kvennaráðs og Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir