Fimmtudagur 5. júlí 2018 kl. 17:45
Nýr leikmaður til Þróttar í Vogum
Antonio Jose Espinosa Mossi hefur ákveðið að taka slaginn með Þrótti Vogum í sumar. Jose hóf tímabilið með Selfossi í sumar, þar á undan spilaði hann með Víkingi Ólafsvík árin 2013 og 2014.
Antonio er 31 árs frá Spáni og verður löglegur þegar félagskiptaglugginn opnar 15. júlí nk.