Nýr leikmaður til Keflavíkur
Gregor Mohar hefur gengið til liðs við Keflavík í Pepsi deild karla í knattspyrnu og leikur með liðinu í sumar. Hann er frá Slóveníu og er 26 ára gamall miðvörður, fæddur 1985. Gregor lék síðast með NK Radomlje í 2. deildinni þar í landi en þar áður með NK Livar og FK Sarajevo.
Hann hefur verið til reynslu hjá Keflvíkingum undanfarið og stóð þar undir væntingum. Hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið og kemur til með að styrkja hópinn verulega eftir því sem næst verður komist á heimasíðu Keflvíkinga.