Nýr leikmaður til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa fengið enskan miðvörð, Mark McNelli, til liðs við sig í baráttuna í Landssímadeildinni, en honum er ætlað það hlutverk að fylla skarð Liams O´Sullivan, sem var kallaður heim á dögunum. McNelli, sem er 29 ára gamall, á nokkuð langan feril að baki, en hann hefur leikið með liðum á borð við Stoke City, Southend, Dundee United og Ayr United, ásamt yfir 100 leiki með Celtic.McNelli kemur til landsins í dag kl. 15.00, en hann mun hefja æfingar með Keflavík á morgun þar sem liðið leikur í kvöld gegn Breiðablik í 10. umferð Landssímadeildarinnar.