Nýr leikmaður til Grindavíkur

Kvennalið knattspyrnuliðs Grindavíkur hefur samið við kantmanninn Sophie O´Rourke en hún mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Sophie er nítján ára gömul, hún kemur frá Englandi og hefur leikið með Reading í heimalandi sínu. Greint er frá þessu á Grindavík.is.

http://www.grindavik.is/v/21634Þrír leikmenn eru að fara frá félaginu þessa dagana þær Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir og Dagbjört Ína Guðjónsdóttir en Rilany Da Silva fór frá liðinu á dögunum svo ljóst er að róðurinn verður þungur það sem eftir lifir tímabils.