Nýr leikmaður til Grindavíkur
	Finnski leikmaðurinn Elias Alexander Tamburini hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur.
	Elias er 23 ára vinstri bakvörður og á leiki með U-17 og U-19 landsliðum Finnlands.
	
	Elias hefur æft með Grindavík síðan um miðjan maí en hann kom til Grindavíkur frá USA þar sem hann var í námi með Jóni Ingasyni leikmanni Grindavíkur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				