Nýr leikmaður á leið til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa bætt við sig leikmanni í körfuknattleiksliði karla en þeim hefur vantað leikstjórnanda frá áramótum. Jeremey Kelly var látinn fara frá liðinu vegna meiðsla gegn Keflavík og hafa þeir verið að leita að leikmanni síðan.
Búið var að semja við leikmanninn Brock Gillespie sem spilaði í Þýskalandi fyrir áramót en ekkert varð úr þeim kaupum. Nýi leikmaðurinn sem verið er að semja við á að koma til landsins á næstu dögum en enginn vildi tjá sig um málið, hvorki Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari liðsins né Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Mynd: Jeremey Kelly var mikill missir fyrir Grindvíkinga en hann fór frá félaginu um áramót vegna meiðsla.
Ljósmyndari/siggijóns - [email protected]