Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Nýr Kani með Grindavík í kvöld
Föstudagur 26. nóvember 2004 kl. 14:17

Nýr Kani með Grindavík í kvöld

Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur fengið til liðs við sig nýjan amerískan leikmann í stað Justin Miller sem hélt heim á leið fyrir nokkru.

Nýji leikmaðurinn heitir Terry Taylor og er heljarmenni að burðum, 203 sm á hæð og heil 130 kíló að þyngd. Hann kemur frá Virginia Tech háskólanum þar sem hann var með hæstu mönnum í stigaskorun og fráköstum.

Grindvíkingar hafa ekki verið að spila eftir væntingum í vetur en fá tækifæri til að hrista af sér slyðruorðið þegar þeir mæta Haukum í Röstinni í kvöld.

Mynd úr safni VF

Heimild: sport.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024