Nýr golfkennari til GS
 Nýr golfkennari hefur tekið til starfa hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hann heitir Paul Stoller og er 32 ára Englendingur. Paul kom til landsins í vikunni og er strax byrjaður að kenna byrjendum sem lengra komnum í æfingahúsi GS við Hafnargötu 2 í Keflavík. Paul gerðist PGA golfkennari árið 1992 og hefur kennt síðan bæði í heimalandi sínu og víðar annars staðar, s.s. i Svíþjóð, Tyrklandi, Malasíu, Austurríki, Slóveníu og Póllandi en breskir golfkennarar hafa verið mjög vinsælir víða um heim.
Nýr golfkennari hefur tekið til starfa hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hann heitir Paul Stoller og er 32 ára Englendingur. Paul kom til landsins í vikunni og er strax byrjaður að kenna byrjendum sem lengra komnum í æfingahúsi GS við Hafnargötu 2 í Keflavík. Paul gerðist PGA golfkennari árið 1992 og hefur kennt síðan bæði í heimalandi sínu og víðar annars staðar, s.s. i Svíþjóð, Tyrklandi, Malasíu, Austurríki, Slóveníu og Póllandi en breskir golfkennarar hafa verið mjög vinsælir víða um heim.
Paul hóf að leika golf aðeins tólf ára og stefndi á að verða atvinnumaður í golfi og gerði góða tilraun til þess en ákvað að snúa sér frekar að golfkennslu sem væri öruggari starfsvettvangur til framtíðar.
„Mér líst mjög vel á aðstæður hér hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Ég hef ekki leikið Hólmsvöll en það sem ég hef séð líst mér vel á. Aðstæður til golfkennslu eru fínar í Leirunni og einnig í æfingahúsinu og ég vonast eftir góðu samstarfi við golfara á Suðurnesjum", sagði Paul.
Hægt er panta tíma hjá Paul beint í gsm: 898-0087 og hjá GS í síma 421-4103.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				