Nýr forystusauður
Það hlaut að koma að því að Jónasi Þórhallssyni yrði velt af stalli í getraunaleiknum.
Eva Rut Vilhjálmsdóttir úr Garðinum er nýr forystusauður, já eða forystukind. Hún fékk 9 rétta á seðli dagsins en Jónas sem hafði farið geysilega sterkt af stað í tippleik Víkurfrétta, fékk 8 rétta.
Tippspekingar frá Vogum geta farið að láta sig dreyma um símtal frá Víkurfréttum.