Nýr fimleikasalur vígður í Keflavík
Fimleikaaðstaða í Reykjanesbæ var stórbætt þegar nýr fimleikasalur var vígður sl. föstudag í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Hugmyndir að byggingu slíkrar aðstöðu komu upp fyrir 8 árum síðan, en í tíð síðustu bæjarstjórnar var tekin ákvörðun um byggingu salarins, en bygging hans tók um eitt ár.Meðfylgjandi mynd var tekin við opnun fimleikasalarins.