Nýr erlendur leikmaður til Grindavíkur
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að Jeremey Kelly spili ekki með liðinu eftir áramót. Kelly sem meiddist í síðasta leik á móti Keflavík var ekki orðin góður af meiðslunum og var því ákveðið að hefja leit að nýjum leikmanni. Samið hefur verið við nýjan leikmann Brock Gillespie sem spilaði í Þýskalandi fyrir áramót.
Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur umfg.is