Nýr erlendur leikmaður hjá Grindavík
Grindavíkingar mæta með nýjan erlendan leikmann í kvöld þegar þeir taka á móti Stjörnunni í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Sá heitir Jeremy Kelly hefur að undanförnu spilað í D-deildinni svokölluðu sem er einskonar undirdeild NBA. Jeremy hefur komið við í Evrópu, í Pro-A deildinni í Frakklandi. Jeremy er leikstjórnandi og er um 192 cm að hæð.