Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýliðar Stjörnunnar mæta í Röstina í kvöld
Föstudagur 25. janúar 2008 kl. 12:46

Nýliðar Stjörnunnar mæta í Röstina í kvöld

Grindavík tekur á móti nýliðum Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikurinn er síðasti leikurinn í 14. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Röstinni í Grindavík.

 

Grindvíkingar sitja í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan hefur 10 stig í 8. sæti deildarinnar og töpuðu naumlega gegn Grindavík í byrjun leiktíðar þegar liðin mættust í Ásgarði.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Grindvíkingurinn Jonathan Griffin í leik gegn Stjörnunni í Ásgarði fyrr á þessari leiktíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024