Mánudagur 21. apríl 2003 kl. 16:23
Nýkrýndir Scania meistarar fengu hlýar móttökur í Leifstöð

Nýkrýndir Scania-Cup meistarar í 8. flokki Njarðvíkur í körfubolta og 9. flokkur stúlkna félagsins sem lenti í 10. sæti á mótinu fengu hlýjar möttökur í Leifstöð í dag þegar þeir komu heim frá Svíþjóð en þar voru liðin að keppa á Scania-Cup mótinu sem er óopinbert Norðurlandamót yngriflokka í körfubolta. Strákarnir siguruðu tvöfalda Scania- og Finnlandsmeistara Porvoon 62-44 í úrslitaleik í gær og bættu þar við þriðja titlinum í vetur en þeir höfðu einnig unnið bikar- og Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er fyrsti flokkur Njarðvíkinga til að vinna Scania-Cup titilinn.Úrslitaleikur strákanna byrjaði ekki vel og komust Finnarnir yfir 18-13 eftir 1. leikhluta. Þá settu lærisveinar Einars Jóhannssonar í fluggírinn og náðu að setja 22 stig gegn 6 á stuttum kafla. Sigurinn var aldrei í hættu eftir það og fyrsta Scania Cup titli félagsins landað. Ragnar Ólafsson setti 17 stig í leiknum og var valinn maður leiksins og Hjörtur Hrafn Einarsson setti 13 stig. Í lok mótsins var Hjörtur Hrafn Einarsson valin „Scania King“, sem þýðir besti leikmaður mótsins en hann og Ragnar Ólafsson voru einnig valdir í úrvalslið mótsins.