Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýir útlendingar til Keflvíkinga og Njarðvíkinga
Tevin Falzon er nýr leikmaður í herbúðum UMFN.
Fimmtudagur 2. janúar 2020 kl. 21:15

Nýir útlendingar til Keflvíkinga og Njarðvíkinga

Keflavík hefur samið við framherjann Callum Lawson um að leika í með liðinu í Domino’s deild karla. Þá hafa Njarðvíkingar fengið Tevin Falzon til liðs við sig.

Lawson er breskur og kemur hann hingað til landsins frá Umeå í Svíþjóð þar sem hann lék fyrri hluta þessa tímabils. Áður spilaði Lawson með Arizona Christian í NAIA háskóladeildinni þar sem að hann var talinn einn af betri mönnum liðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lawson á að baki leiki með U20 ára landslið Breta þar sem hann spilaði með Deane Williams núverandi leikmanni Keflavíkur. Lawson er um tveir metrar á hæð, góður skotmaður duglegur og góður varnarmaður. Ljóst er að Lawson mun auka breidd Keflvíkurliðsins verulega og styrkja liðið fyrir komandi átök seinni hluta keppnistímabilsins og verður hann að öllum líkindum klár í næsta leik 6. janúar, segir í frétt frá Keflavík.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Tevin Falzon um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil. Það hafa verið miklar hreyfingar á útlendingum hjá Njarðvík en þeir Majauskas og Falzon fylla skörð Kyle Williams og Wayne Martin.

Falzon er framherji/miðherji sem útskrifaðist frá Sacred Heard háskólanum í Bandaríkjunum en þess má geta að þar voru hann og Mario Matasovic liðsfélagar. Hann lék síðast í bresku BBL deildinni með 8,6 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Falzon er landsliðsmaður hjá Möltu og hefur m.a. tekið þátt í smáþjóðaleikunum með Maltverjum og mætt þar Íslandi, segir á heimsíðu UMFN.