Nýir þjálfarar hjá Blakdeild Keflavíkur
Gengið var frá samningi við tvo þjálfara sem þjálfa munu börn og fullorðna hjá Blakdeild Keflavíkur á dögunum. Þjálfarnir eru þeir Michal Rybak og Krzysiek Majewicz en þeir eru báðir frá Póllandi. Svandís Þorsteinsdóttir verður þeim einnig innan handar við þjálfun barnanna, en hún hefur þjálfað síðustu þrjú ár.