Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nýir leikmenn til Reynis
Föstudagur 9. mars 2007 kl. 15:15

Nýir leikmenn til Reynis

Sandgerðingar hafa verið styrkja sig að undanförnu og hafa fengið til sín þrjá leikmenn fyrir komandi átök í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Jóhann Magni Jóhannsson snýr aftur í raðir Reynismanna frá Framherja og þá mun Atli Jónasson, markvörður, koma á láni til Reynis frá KR. Atli er efnilegur markvörður sem á að baki fjöldan allan af landsleikjum með yngri landsliðum Íslands. Einnig mun FH-ingurinn ungi Anton Ingi Sigurðsson leika með Reyni í sumar á láni frá Íslandsmeisturunum. Þessar fregnir staðfesti Guðmundur Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri KSD Reynis, í samtali við Víkurfréttir.

 

Rodney Perry og Uche Asika hafa verið að æfa með Reyni að undanförnu en ekki er ljóst hvort gengið verði til samninga við leikmennina. Rodney lék með Víkingum á síðustu leiktíð og Uche með Þrótti Reykjavík.

 

VF-mynd/ Úr leik Reynis og Magna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024