Nýi leikmaður Keflavíkur treður og ver af kappi!
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við leikmanninn Chukwudiebere Maduabum fyrir komandi tímabil eins og kom fram hér fyrr á vf.is. Maduabum er fæddur árið 1991 og er frá Nígeríu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá flotta syrpu með kappanum og miðað við það er líklegt að Keflavík sé að fá mjög sterkan leikmann, hann ver fjölda bolta úr háhæðum og skorar fjölbreyttar körfur.