Ný vefsíða UMFN í gagnið
Ungmennafélag Njarðvíkur opnaði í dag nýja heimasíðu sem hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ hannaði. Nýja vefsíðan er rekin í vefumsjónarkerfinu Conman og voru forsvarsmenn allra deilda UMFN viðstaddir þegar síðan var opnuð.
Forsvarsmenn íþróttadeilda UMFN kváðust mjög ánægðir með nýju síðuna þar sem útlitið hefði verið samræmt og að um miðlæga vefsíðu væri að ræða þar sem efni frá öllum deildum félagsins kemur saman.
Kristján Pálsson, formaður UMFN, sagði að undirbúningur síðunnar hafi staðið síðan í sumar og markmiðið með endurbótum síðunnar hafi verið að tefla fram öflugri vefsíðu rétt eins og flest hver stór félög á landinu væru farin að gera.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson, [email protected]
Frá vinstri: Haukur Guðmundsson, formaður lyftingafélagsins Massa, Leifur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, Þórður Karlsson formaður knattspyrnudeildar, Valþór Söring formaður körfuknattleiksdeildar, Kristján Pálsson formaður Ungmennafélags Njarðvíkur og Jónas Franz Sigurjónsson markaðs- og sölustjóri Dacoda.