Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Ný vefsíða Golfklúbbs Grindavíkur
  • Ný vefsíða Golfklúbbs Grindavíkur
    Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur.
Fimmtudagur 17. apríl 2014 kl. 22:03

Ný vefsíða Golfklúbbs Grindavíkur

Golfklúbbur Grindavíkur tók nýverið í notkun nýja og endurbætta vefsíðu, www.gggolf.is. Á vefsíðunni er hægt að finna allar helstu upplýsingar um Golfklúbb Grindavíkur, sögu klúbbsins, fréttir og upplýsingar um Húsatóftavöll. Vefsíðan er glæsileg og er hönnuð með nýjustu tækni í huga.


Nýi vefurinn er unninn í samstarfi við Hype Markaðsstofu. Við hönnun vefsíðunnar var litið til þess að auðvelda snjallsíma- og spjaldtölvueigendum aðgengi að síðunni. Óhætt er að segja að það hafi tekist því notendaviðmót hentar ekki síður fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en fyrir hefðbundnar tölvur.



Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur:
„Golfklúbbur Grindavíkur er í mikilli sókn. Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur fyrir tveimur árum og á sama tíma tókum við í notkun nýjan golfskála. Við teljum að ný og endurbætt vefsíða sýni þann metnað sem ríkir í klúbbnum. Upplýsingaflæði til félagsmanna GG og kylfinga um land allt mun taka stakkaskiptum með tilkomu þessarar vefsíðu.“



Búið er að opna inn á sumarflatir á Húsatóftavelli og er völlurinn opinn þegar veður leyfir. Allir kylfingar velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024