Ný stjórn kkd. Keflavíkur kjörin
Aukaaðalfundur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldinn 28. maí sl. Dagskrá fundarins var stutt en helstu tíðindi fundarins voru þau að breyting varð á stjórn deildarinnar. Falur Harðarson mun áfram leiða stjórnina sem formaður og þá halda þeir Margeir Einar Margeirsson og Ásgeir Garðarson áfram. Nýjir í stjórn koma Jón Halldór Eðvaldsson og Ingvi Hákonarson auk þess sem Björn Víkingur Skúlason og Brynjar Guðlaugsson voru kosnir í varastjórn til viðbótar við Sigurð Markús Grétarsson sem setið hefur í varastjórn sl. tvö ár.
Úr stjórn fara Sævar Sævarsson, Albert Óskarsson, Guðjón Skúlason og Anna Pála Magnúsdóttir.