Ný stjórn kjörin hjá Víði í Garði
Á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Víðis þann 16. desember var kosin ný stjórn. Hún er skipuð eftirfarandi aðilum: Einar Jón Pálsson formaður, Ólafur Róbertsson varaformaður, Björn Vilhelmsson gjaldkeri, Hrönn Edvinsdóttir ritari og Vignir Rúnarsson meðstjórnandi, ásamt því að unglingaráð mun vera í fullu samstarfi við nýskipaða stjórn.