Ný stjórn Hnefaleikafélags Reykjanesbæjar kynnt
Á aðalfundi Hnefaleikafélags Reykjanesbæjar haldinn á Sólsetrinu fyrir skömmu var kynnt ný stjórn félagsins, ásamt því var gerð ein breyting á lögum félagsins þegar ákveðið var að framkvæmdarstjóri sæti ekki í stjórn félagsins eins og áður var. Fundarstjóri var Kjartan Már KjartanssonBjarni Einarsson, Guðmundur Davíð Guðmundsson, Guðjón Vilhelm Sigurðsson og Ríkharður Ibsen láta allir af stjórnarstörfum en í staðinn koma þeir Sigurður Friðriksson formaður, Anna Steinunn Jónasdóttir varaformaður, Skúli Steinn Vilbergsson ritari og Þorkell Óskarsson meðstjórnandi.








