Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ný og fersk vefsíða í loftið hjá Karfan.is
Föstudagur 9. október 2009 kl. 16:20

Ný og fersk vefsíða í loftið hjá Karfan.is

Körfuboltavefurinn Karfan.is opnaði í gær nýja og ferska vefsíðu á léninu www.karfan.is en það var Matthías Imsland forstjóri Iceland Express sem opnaði vefsíðuna ásamt Jóni Birni Ólafssyni, eiganda og ritstjóra Karfan.is, og Kjartani Vídó verkefnastjóra Smartmedia sem sáu um uppsetningu síðunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Við á Karfan.is erum afar kát með nýju síðuna en Smartmedia-menn hafa staðið sig mjög vel við vinnslu síðunnar og hafa haft snör handtök enda var það ávallt markmiðið að opna síðuna áður en nýtt leiktímabil hæfist í Iceland Express deildunum,“ sagði Jón Björn í samtali við Víkurfréttir en hann stýrði m.a. íþróttadeild Víkurfrétta til nokkurra ára.

,,Í dag skipta lesendur Karfan.is þúsundum og Víkurfréttir eiga þar stóran hlut í máli. Karfan.is hóf göngu sína á meðan ég var starfsmaður Víkurfrétta en VF fjallar mjög vel um körfuboltann á Suðurnesjum. Ég vildi sjálfur taka umfjöllunina lengra og skömmu síðar fór boltinn að rúlla þegar ég var búinn að viða að mér nokkrum snillingum,“ en stofnaðilar Karfan.is eru þeir Jón Björn, Davíð Ingi Jóhannsson og Ingvi Steinn Jóhannsson en vefsíðan fór fyrst í loftið þann 14. desember árið 2005 og fagnar því fjögurra ára afmæli innan skamms.


Efri mynd: Frá vinstri: Jón Björn Ólafsson, Matthías Imsland og Kjartan Vídó