Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ný lífsstílsáskorun að hefjast hjá SportHIIT
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 31. desember 2023 kl. 10:49

Ný lífsstílsáskorun að hefjast hjá SportHIIT

Ein vinsælasta lífsstílsáskorun á Suðurnesjum hefst 8. janúar nk. hjá SportHIIT í Sporthúsinu en um er að ræða 3 mánaða áskorun sem slegið hefur í gegn. 

„SportHIIT er eins og nafnið gefur til kynna svokölluð „High intensity interval training“ eða lotuþjálfun á íslensku þar sem æfingar eru framkvæmdar í mismunandi langan tíma og er hvíldin á milli þeirrra ekki síður mikilvæg. Enginn tími er eins en mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeytingu og fara allir tímar fram undir leiðsögn þjálfara. Við erum einstaklega heppin að vera með frábæran og vel menntaðan hóp þjálfara, en innan hópsins eru íþróttafræðingar, einkaþjálfarar og styrktarþjálfarar. Í dag geta iðkendur valið úr 27 tímum á viku og svörum við eftirspurn með auknum tímafjölda ef þess þarf svo allir ættu að geta fundið sér tíma sem hentar,“ segir Birgitta Birgisdóttir, þjálfari hjá SportHIIT.

Hún segir að aðal tilgangur áskorunarinnar sé að fá fólk til að gera hreyfingu að lífsstíl. „Við leggjum við áherslu á að þessir þrír mánuðir séu aðeins upphafið í átt að breyttum lífsstíl. Það er þó gaman að segja frá því að margir sem stunda SportHIIT allan ársins hring hafa einnig tekið þátt í áskoruninni til að nýta þann stuðning og þá fræðslu sem þar býðst til þess að komast í enn betra form, líkamlega og andlega. Í SportHIIT hefur skapast einstakt samfélag fólks sem styður vel við hvort annað í átt að markmiðum sínum, ekki síður en þjálfararnir. Samfélagið samanstendur af fólki á öllum aldri, öllum kynjum, mismunandi starfsstéttum og fólki í alls konar formi, allt frá byrjendum upp í afreksfólk. Við í SportHIIT hlökkum mikið til að bjóða nýja iðkendur velkomna í janúar, og á það jafnt við þá sem vilja taka þàtt í áskoruninni eða einfaldlega bætast í hópinn,“ sagði Birgitta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Freyr Ásgeirsson yfirþjálfari SportHIIT og Birgitta Rún Birgisdótir stöðvarstjóri SportHIIT.
Tekið á því í tíma. Á neðri myndinni má sjá hressan hóp eftir ofurhetjuþema-tíma.