Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ný heimasíða Reynis í loftið
Sunnudagur 5. október 2014 kl. 13:56

Ný heimasíða Reynis í loftið

Ný og glæsileg heimasíða Reynis er nú komin í loftið og hefur hún tekið miklum breytingum.  Þar verður hægt að nálgast fréttir og upplýsingar af öllum deildum félagsins, knattspyrnu, körfuknattleik og sunddeild.  Auk þess verður þar hægt að nálgast allar æfingaáætlanir og leikja plan allra flokka og deilda.

Instagram myndir sem merktar eru #reynirs birtast á forsíðunni, stuðningsmönnum og öðrum vonandi til gagns og gamans.

Vefurinn Reynir.is hefur komið sér upp nýja samfélagsmiðla, en þeir miðlar sem fyrir voru eru einungis notaðir af knattspyrnudeildinni með fréttum af knattspyrnunni. Nýju samfélagsmiðlarnir koma til með að vera með fréttir frá öllum deildum Reynis í Sandgerði.

Samfélagsmiðlarnir eru á eftirfarandi vefslóðum:

https://www.facebook.com/reynirsiceland/


https://twitter.com/reynirsiceland

Reynir.is er snjallvefur og nýtur sín því vel á tölvum, spjaldtölvum sem og snjallsímum.

Heimasíða: www.reynir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024