Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nú var það stjörnuhrap hjá heimamönnum í tíu ára Reykjaneshöll
Laugardagur 16. janúar 2010 kl. 11:41

Nú var það stjörnuhrap hjá heimamönnum í tíu ára Reykjaneshöll

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er líf og fjör í Reykjaneshöllini alla daga, virka daga sem um helgar. Í morgun voru peyjar í 5. flokki að sparka bolta á grasinu í þessari yfirbyggðu knattspyrnuhöll sem fagnar tíu ára afmæli á næstu vikum. Höllin var opnuð í ársbyrjun 2000.

Ungir Stjörnumenn í 5. flokki í knattspyrnu hefndu ófaranna fyrir félaga sína í efstu deild körfuboltans sem máttu þola stórtap fyrir Keflavík í gærkvöldi eins og sjá má í frásögn á vf.is. Þessir ungu Stjörnupeyjar unnu Keflavíkurstrákana í æfingaleikjum í Reykjaneshöllinni í morgun. Úrslitin voru kannski ekki aðal atriðið þar sem þetta voru æfingaleikir en peyjarnir höfðu engu að síður mjög gaman af. Heyra mátti þó í spjalli foreldra Keflvíkinganna að þeir voru ekki mjög ánægðir að tapa fyrir Garðbæingum. Hjón þaðan höfðu á orði að Keflvíkingar væru ekki eins duglegir að spila boltanum á milli sín. Því vildi hlutdrægur fréttamaður vf.is á vettvangi ekki taka undir en úrslitin töluðu þó sínu máli og því var þetta kannski eitthvað fyrir heimamenn til að hugsa um.

Stefán Ljubicic skýtur rétt fram hjá marki Stjörnunnar í einum leiknum í morgun. Á neðri myndinni má sjá baráttuglaða peyja berjast um boltann. Á efstu myndinni gengur Unnar Keflavíkurþjálfari með hluta af hópnum.