Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nú er öldin önnur í körfuboltanum - Suðurnesjaliðum spáð botnbaráttu
Myndir af fulltrúum liða í efstu deild í karla og kvennaflokki þegar deildin var kynnt í dag. Mynd/kki.is
Þriðjudagur 13. október 2015 kl. 16:59

Nú er öldin önnur í körfuboltanum - Suðurnesjaliðum spáð botnbaráttu

Suðurnesjaliðin í karlaflokki í Domino’s deildinni í körfubolta er spáð 6.-8. sæti en það eru sætin fyrir ofan falliðin tvö. Keflavíkurstúlkum er spáð 2. sæti í kvennaflokki.

KR er spáð sigri í karlaflokki og Tindastól í 2. sæti. Það er af sem áður var þegar Suðurnesjaliðin voru ætíð á toppnum. FSu og Snæfelli er spáð tveimur neðstu sætunum.
Í kvennaflokki er Haukum spáð efsta sæti og Grindvíkingum neðsta sæti.

Deildin hefst á fimmtudag. Njarðvík á heimaleik gegn Hetti sem eru nýliðar í efstu deild. Keflavík heimsækir Þór í Þorlákshöfn og Grindavík fer einnig á Suðurlandið og heimsækir hina nýliðana, FSu.
Í kvennaflokki er fyrsti heimaleikurinn á laugardag þegar Grindavík fær Val en Keflavík fær svo Hamar á sunnudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024