Norðurlandamót unglinga: Skin og skúrir
U-16 og U-18 lið Íslands í körfuknattleik hófu leik á Norðurlandamótinu í fyrrakvöld.
Krakkarnir stóðu sig með prýði gegn sterkum liðum Svía og vann U-16 lið drengja sinn leik örugglega, 59-77, þar sem Njarðvíkingurinn Hjörtur Einarsson var stigahæstur með 22 stig.
Í stúlknaleiknum töpuðu þær íslensku með 10 stigum, 84-74, eftir að hafa leitt í hálfleik. Helena Sverrisdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna með 22 stig.
U-18 lið drengja töpuðu einnig með 10 stigum, 83-73, og var njarðvíkingurinn Jóhann A. Ólafsson bestur í íslenska liðinu og skoraði 24 stig.
U-18 lið stúlkna tapaði 65-40. Petrúnella Skúladóttir, Grindavík, átti góðan leik í sókn og vörn og skoraði 16 stig og stal 10 boltum.
Í gær léku Íslendingar gegn Dönum og gekk mun betru og unnu þrjá leiki.
U-16 stúlkurnar unnu stórsigur, 91-45, þar sem allar stelpurnar fengu að spreyta sig. Helena var yfirburðamaður á vellinum og skoraði 29 stig þrátt fyrir að hafa einungis leikið hálfan leikinn.
Strákaliðið U-16 vann 75-66 þar sem Hjörtur var enn besti maður vallarins. Hann skoraði 13 stig, líkt og þrír aðrir, en tók einnig 10 fráköst.
U-18 stúlkurnar töpuðu aftur stórt, 29-67, gegn sterku liði þeirra dönsku.
U-18 drengirnir unnu 74-66 þar sem Jóhann Ólafsson var aftur stigahæstur með 24 stig.
Mótinu lýkur um helgina en Víkurfréttir munu fylgjast með framvindunni.
Krakkarnir stóðu sig með prýði gegn sterkum liðum Svía og vann U-16 lið drengja sinn leik örugglega, 59-77, þar sem Njarðvíkingurinn Hjörtur Einarsson var stigahæstur með 22 stig.
Í stúlknaleiknum töpuðu þær íslensku með 10 stigum, 84-74, eftir að hafa leitt í hálfleik. Helena Sverrisdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna með 22 stig.
U-18 lið drengja töpuðu einnig með 10 stigum, 83-73, og var njarðvíkingurinn Jóhann A. Ólafsson bestur í íslenska liðinu og skoraði 24 stig.
U-18 lið stúlkna tapaði 65-40. Petrúnella Skúladóttir, Grindavík, átti góðan leik í sókn og vörn og skoraði 16 stig og stal 10 boltum.
Í gær léku Íslendingar gegn Dönum og gekk mun betru og unnu þrjá leiki.
U-16 stúlkurnar unnu stórsigur, 91-45, þar sem allar stelpurnar fengu að spreyta sig. Helena var yfirburðamaður á vellinum og skoraði 29 stig þrátt fyrir að hafa einungis leikið hálfan leikinn.
Strákaliðið U-16 vann 75-66 þar sem Hjörtur var enn besti maður vallarins. Hann skoraði 13 stig, líkt og þrír aðrir, en tók einnig 10 fráköst.
U-18 stúlkurnar töpuðu aftur stórt, 29-67, gegn sterku liði þeirra dönsku.
U-18 drengirnir unnu 74-66 þar sem Jóhann Ólafsson var aftur stigahæstur með 24 stig.
Mótinu lýkur um helgina en Víkurfréttir munu fylgjast með framvindunni.