Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 21. maí 2004 kl. 10:54

Norðurlandamót unglinga: Skin og skúrir

U-16 og U-18 lið Íslands í körfuknattleik hófu leik á Norðurlandamótinu í fyrrakvöld.

Krakkarnir stóðu sig með prýði gegn sterkum liðum Svía og vann U-16 lið drengja sinn leik örugglega, 59-77, þar sem Njarðvíkingurinn Hjörtur Einarsson var stigahæstur með 22 stig.

Í stúlknaleiknum töpuðu þær íslensku með 10 stigum, 84-74, eftir að hafa leitt í hálfleik. Helena Sverrisdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna með 22 stig.

U-18 lið drengja töpuðu einnig með 10 stigum, 83-73, og var njarðvíkingurinn Jóhann A. Ólafsson bestur í íslenska liðinu og skoraði 24 stig.

U-18 lið stúlkna tapaði 65-40. Petrúnella Skúladóttir, Grindavík, átti góðan leik í sókn og vörn og skoraði 16 stig og stal 10 boltum.

Í gær léku Íslendingar gegn Dönum og gekk mun betru og unnu þrjá leiki.

U-16 stúlkurnar unnu stórsigur, 91-45, þar sem allar stelpurnar fengu að spreyta sig. Helena var yfirburðamaður á vellinum og skoraði 29 stig þrátt fyrir að hafa einungis leikið hálfan leikinn.

Strákaliðið U-16 vann 75-66 þar sem Hjörtur var enn besti maður vallarins. Hann skoraði 13 stig, líkt og þrír aðrir, en tók einnig 10 fráköst.

U-18 stúlkurnar töpuðu aftur stórt, 29-67, gegn sterku liði þeirra dönsku.

U-18 drengirnir unnu 74-66 þar sem Jóhann Ólafsson var aftur stigahæstur með 24 stig.

Mótinu lýkur um helgina en Víkurfréttir munu fylgjast með framvindunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024