Norðurlandamót í körfu haldið í Keflavík
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leigja Körfuknattleikssambandi Íslands íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík, fyrir Norðurlandamót karlalandsliða í körfuknattleik sem fram fer 31. júlí til 5. ágúst. KKÍ fór í upphafi framá að fá að nýta aðstöðuna endurgjaldslaust, en því var hafnað af Tómstunda- og íþróttaráði Reykjanesbæjar. Samþykkt var að veita þeim þó afnot af húsinu þar sem sýnt þykir að mikill fjöldi gesta mun gista í Reykjanesbæ og nýta sér ýmis konar þjónustu, á meðan á mótinu stendur.