Norðurlandameisturum vel fagnað við heimkomuna
Norðurlandameistarar Keflavíkur í körfuknattleik komu sigri hrósandi heim á klakann í gærkvöld. Frammistaða liðsins var vonum framar og gefur Keflvíkingum góð fyrirheit fyrir komandi leiktíð.
Eftir frekar slaka frammistöðu í fyrsta leik keppninnar var mikill stígandi í liðinu og allir leikmenn fóru að finna sig. Anthony Glover var valinn maður mótsins og virðast
Keflvíkingar hafa dottið í lukkupottinn með ráðningu hans og landi hans, Jimmy Miggins, sýndi loks hvað í honum bjó í úrlitaleiknum á móti Kouvot frá Finnlandi.
Íslensku strákarnir stóðu sig einnig með prýði þar sem Jón Nordal blómstraði sérstaklega í úrslitaleiknum og skoraði 15 stig. Fyrirliðinn Gunnar Einarsson bætti 14 stigum við en í heildina voru allir að skila sínu.
Sigurður Ingimundarson var kampakátur þegar heim var komið. „Það er frábært að sigra þetta mót. Þetta voru sterk lið sem komu öll til að vinna en við vorum bestir. Nýir leikmenn komu inn í liðið hjá okkur þannig að við þurftum að spila okkur saman og urðum betri með hverjum leik.“ Sigurður var ánægður með frammistöðu bandarísku leikmannanna og var sérlega ánægður með Miggins í síðasta leiknum, en hann er að stíga sín fyrstu spor í körfubolta eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
Eftir frekar slaka frammistöðu í fyrsta leik keppninnar var mikill stígandi í liðinu og allir leikmenn fóru að finna sig. Anthony Glover var valinn maður mótsins og virðast
Keflvíkingar hafa dottið í lukkupottinn með ráðningu hans og landi hans, Jimmy Miggins, sýndi loks hvað í honum bjó í úrlitaleiknum á móti Kouvot frá Finnlandi.
Íslensku strákarnir stóðu sig einnig með prýði þar sem Jón Nordal blómstraði sérstaklega í úrslitaleiknum og skoraði 15 stig. Fyrirliðinn Gunnar Einarsson bætti 14 stigum við en í heildina voru allir að skila sínu.
Sigurður Ingimundarson var kampakátur þegar heim var komið. „Það er frábært að sigra þetta mót. Þetta voru sterk lið sem komu öll til að vinna en við vorum bestir. Nýir leikmenn komu inn í liðið hjá okkur þannig að við þurftum að spila okkur saman og urðum betri með hverjum leik.“ Sigurður var ánægður með frammistöðu bandarísku leikmannanna og var sérlega ánægður með Miggins í síðasta leiknum, en hann er að stíga sín fyrstu spor í körfubolta eftir langa fjarveru vegna meiðsla.