Norðurlandameistarinn næst til Evrópu
Á næstunni halda þrír keppendur Keflavíkur til Rúmeníu til að keppa á Evrópumóti ungmenna í Taekwondo. Á heimasíðu Keflavíkur má sjá skemmtileg viðtöl sem Rut Sigurðardóttir tók við liðsmenn Keflavík þar sem þau eru spurð spjörunum úr.
Bjarni Júlíus Jónsson er 14 ára Norðurlandameistari í Taekwondo þetta árið en hann hefur einnig orðið Íslandsmeistari í bardaga tvö ár í röð. Hann hefur hlotið ýmsa fleiri titla undanfarin ár eins og margir af liðsfélögum hans en Keflvíkingar eru afar sterkir í íþróttinni.
Viðtal við Bjarna má sjá hér fyrir neðan.
Krakkarnir sem eru á leiðinni á Evrópumótið þurfa á fjárhagslegum stuðning að halda en nánari upplýsingar um hvernig má styðja kepepndurna má finna neðst á síðunni hér.