Nonni Mæju bakaði Njarðvík
Illa fór fyrir liði Njarðvíkur þegar þeir sóttu Snæfellinga heim í Hólminn í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þeir töpuðu naumlega eða með einu stigi, 92-91 en úrslitin réðust á seinustu sekúndunum.
Leikurinn byrjaði hægt en Snæfell byrjaði betur og leiddi leikinn fram í annan leikhluta. Leikurinn þróaðist svo frekar jafnt fram að hálfleik og endaði sá fyrri í stöðunni 47-44 þar sem Snæfell leiddi með þremur stigum.
Spennan hélt áfram í seinnihálfleik en Snæfell voru alltaf skrefinu á undan. Njarðvíkingar rifu sig svo upp og komust yfir í leiknum og það 8 stigum. Þeir náðu þó ekki að halda það út því Snæfell voru grimmari og lönduðu naumum sigri á heimavelli þar sem Njarðvík skorði seinustu tvö stigin í leiknum.
Sigahæstur í leiknum var Jón Ólafur Jónsson eða Nonni Mæju eins og hann er kallaður með 32 stig og 13 fráköst. Á eftir honum í liði Snæfells kom Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 22 stig.
Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Christopher Smith með 30 stig en á eftir honum komu Friðrik Stefánsson með 14 stig, Hjörtur Hrafn Einarsson með 12 stig og Eigill Jónasson með 11 stig. Jóhann Árni Ólafsson var afkastamestur hjá grænum í fráköstum en þau voru 10 talsins.
Nonni Mæju var erfiður fyrir Njarðvíkinga í kvöld.