Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nóg um að vera í körfunni á Suðurnesjum í dag
Sunnudagur 28. nóvember 2004 kl. 12:59

Nóg um að vera í körfunni á Suðurnesjum í dag

Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 32 liða úrslit karla.

Keflavík tekur á móti Snæfell í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Sláturhúsinu og þar verður án efa hart barist. Snæfell sem nýlega urðu Hópbílameistarar hafa verið á mikilli siglingu undanfarna daga en Keflavík lét óvænt í minni pokann gegn Hamri/Selfoss síðasta fimmtudag.

Ljónin frá Njarðvík fá Dalvík í heimsókn og hefst sá leikur kl. 15:30 og Keflavík B með þá Guðjón Skúlason og Albert Óskarsson innanborðs tekur á móti ósigruðu 1. deildarliði Stjörnunnar frá Garðabæ og sá leikur hefst kl. 16:30 í Sláturhúsinu.

Grindvíkingar leika við Val á Hlíðarenda í dag og hefst leikurinn kl. 16:00. Á morgun leika svo ÍS og Njarðvík í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík kl. 19:30.

Það ættu því allir körfuknattleiksunnendur að finna leik við sitt hæfi í dag, góða skemmtun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024