Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nóg um að vera á Keflavíkurdegi
Miðvikudagur 8. október 2014 kl. 17:22

Nóg um að vera á Keflavíkurdegi

Kannaðu skotkraftinn eða skjóttu úr loftbyssu

Keflavíkurdagurinn verður haldinn laugardaginn þann 11. október n.k. þar sem íþróttadeildir Keflavíkur munu kynna allt íþróttastarf sitt. Grillaðar pylsur verða í boði í íþróttahúsinu við Sunnubraut og Friðrik Dór mun mæta á svæðið og taka lagið. Einar Haraldsson formaður Keflavíkur segir að með þessu sé verið að brydda upp á nýjung sem íbúar Reykjanesbæjar taki vonandi vel í.

„Það hefur staðið lengi til að halda okkar sérstaka dag þar sem við kynnum starfsemi okkar. Það eru ekki allir sem kannski átta sig á því að það eru meira og minna sjálfboðaliðar sem starfa innan deilda Keflavíkur. Því viljum við gefa fólki tækifæri á að sjá þá sem standa á bak við félagið og kynna sér starfsemina um leið,“ segir Einar. Hann segir að fólk geti reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum á laugardaginn, þar sem m.a. má skjóta af loftriffli og skammbyssu, kanna skotkraftinn í fótboltanum með hjálp radarbyssu, eða reyna fyrir sér í þrautabraut körfuboltans. Allar greinar hafa upp á ýmislegt skemmtilegt að bjóða en hátíðin stendur frá 13-15 á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024