Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nóg að gerast í sportinu
Laugardagur 12. maí 2007 kl. 14:26

Nóg að gerast í sportinu

Nóg er um að vera í sportinu á Suðurnesjum í dag. Í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ fer fram Sparisjóðsmótið í sundi og stendur keppni í dag fram til kl. 18. Hægt er að fylgjast nánar með Sparisjóðsmótinu á www.keflavik.is  og www.umfn.is  eða líta við í sundlauginni.

Í íþróttahúsinu að Sunnubraut heldur Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur áfram og um kl. 16 í dag verður komi á hreint hver verður krýndur Innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum.

Í körfuboltanum er nýhafinn leikur U18 ára landsliðs karla gegn Suðurnesjaúrvali. Liðið stefnir síðan á að mæta styrktu liði KR klukkan 18:00 á mánudag í Kennaraháskólanum, en KR liðið mun fá nokkra drengi af höfðuborgarsvæðinu til þess að leggja sér lið í leiknum.

VF-mynd/Þorgils- Frá innanfélagsmóti Keflavíkur sem hófst í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024