Njarvíkingar gjörsigraðir af botnliði Vals
Þrír leikir voru í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar voru burstaðir af botnliði Vals á Hlíðarenda, 90:69, þar sem Teitur Örlygsson var í raun eini sem sýndi sitt rétta andlit í liði gestanna og skoraði 18 stig. Njarðvíkingar réðu ekkert við Jason Pryor í liði heimamanna en hann setti 41 stig í leiknum. Grindvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir sigur á Tindastóli á útivelli, 83:78 en KR sem voru jafnir þeim voru burstaðir af Snæfell, 84:57.15. umferðinni líkur á morgun en þá leika Keflvíkingar við Skallagrím í Borganesi, Hamar leikur við Hauka og ÍR-ingar taka á móti Breiðablik. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.