Njarðvíkurstúlkur vinna ÍR
Njarðvík vann ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 64-71 Njaðvík í vil. En þær voru á útivelli.
Leikurinn var jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu allt þar til í síðasta leikhluta þegar Njarðvík seig fram úr.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, var ánægð með að landa tveimur dýrmætum stigum eftir mikinn baráttuleik. „Þetta var alveg hörkuleikur allt frá byrjun til enda, en vörnin hjá okkur var sterk og tryggði okkur að lokum sigurinn.“
Andrea Gaines átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvík og náði þrefaldri tvennu. Hún skorað 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 10 boltum. Hún tók líka 8 fráköst og var því einungis tveimur slíkum frá ferfaldri tvennu. Næst kom Auður Jónsdóttir með 14 stig og Guðrún Karlsdóttir skoraði 10 stig og tók jafnmörg fráköst.
Eplunus Brooks átti á móti frábæran leik fyrir ÍR. hún skoraði 21 stig, tók 22 fráköst og varði 3 skot. næst henni var Kristrún Sigurjónsdóttir með 17 stig.
Njarðvík hangir því enn aftan í Keflavík og ÍS í deildinni fjórum stigum á eftir liðunum og í þriðja sæti.