Njarðvíkurstúlkur sigruðu í baráttuleik
				
				Njarðvík sigraði KR, 71-65, í baráttuleik í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær í ljónagryfjunni eftir að hafa leitt í hálfleik, 40-36. Krystal Scott átti góðan dag hjá heimastúlkum og skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Auður Jónsdóttir kom næst með 15 stig.Með sigrinum eru Njarðvíkurstúlkur komnar í 3. sæti deildarinnar með 10 stig.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				