Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkurstúlkur niðurlægðu Keflvíkinga
Sunnudagur 4. desember 2011 kl. 19:32

Njarðvíkurstúlkur niðurlægðu Keflvíkinga



Njarðvíkurstúlkur niðurlægðu nágranna sína úr Keflavík í leik liðanna í Iceland Express deildinni í körfu í Ljónagryjunni í dag. Lokatölur urðu 94-53 eða 41 stigs sigur þeirra grænu.

Njarðvík náði forystu strax í upphafi leiks og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta, 27-17. Í hálfleik var munurinn tólf stig 46-34 en í síðari hálfleik gekk ekkert upp hjá þeim keflvísku og Njarðvíkingar juku muninn jafnt og þétt með góðum leik. Þegar yfir lauk var munurinn orðinn 41 stig, hreint ótrúlegur munur og efsta lið deildarinnar hreinlega niðurlægt í Ljónagryfjunni. Keflvíkingar náðu sér aldrei á strik, hvorki í vörn né sókn og lykilmenn áttu dapran leik á meðan þær grænu léku við hvern sinn fingur og unnu stórsigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stigahæstar hjá Njarðvík voru: Shane Baker með 27 stig og 37 framlagsstig, Lele Hardy 20 stig, 21 fráköst og 35 framlagsstig, Petrúnella Skúladóttir 17 stig,  Erna Hákonardóttir með 7 stig, Ólöf Helga Pálsdóttir og Salbjörg Sævardóttir með 6 stig hvor.


Stigahæstar Keflvíkinga voru: Pálína Gunnlaugsdóttir með 13 stig, Sara Rún Hinriksdóttir og Helga Hallgrímsdóttir með 10 stig, Birna Valgarðsdóttir með 7 stig og Jaleesa Butler var með 5 stig en 13 fráköst.




Á efri myndinni er Sandra Lind að sækja að körfu Njarðvíkur og að neðan er Jaleesa Butler, Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í leiknum.






Hér að ofan er Lele Hardy með skot að körfu Keflavíkur og að neðan er Petrúnella með eitt af þriggja stiga körfunum sínum en hún setti þrjár slíkar í leiknum.





Myndir/Texti: Páll Orri Pálsson