Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Laugardagur 6. febrúar 1999 kl. 12:33

NJARÐVÍKURSTÚLKUR LÖGÐU GRINDAVÍK

,Tonya var sú eina sem eitthvað sýndi í sókninni en vörnin var firnasterk allan leikinn” sagði Kristín Blöndal leikmaður Keflvíkinga um tap liðsins á heimavelli gegn toppliði KR-inga 52-73. ,,Við náðum þessu niður í 4 stig í seinni hálfleik en vorum óþolinmóðar gegn svæðisvörn þeirra og því fór sem fór að þessu sinni en við sigrum þær í úrslitakeppninni” sagði Kristín ennfremur. Njarðvíkurstúlkur settu spennu í keppnina um síðasta sætið í úrslitakeppninni með 53-61 sigri í Grindavík. Njarðvíkingurinn Kerri Chatten bar höfuð, herðar, hné og tær yfir aðra leikmenn vallarins, skoraði 34 (20 af 22 vítum) tók 18 fráköst og átti 4 stoðsendingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024