Njarðvíkurstúlkur í bikarúrslit
				
				Njarðvíkurstúlkur komust í kvöld í úrslit í bikarkeppni KKÍ og Doritos með sigri á Haukum í Njarðvík 67:52. Bestar í liði Njarðvíkinga voru Helga Jónsdóttir og Guðrún Karlsdóttir.Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og voru yfir í hálfleik með 20 stigum. Í seinni hálfleik náðu Haukastúlkur að klóra örlítið í bakkann en það var ekki nóg því stelpurnar í Njarðvík voru sterkari og sigruðu leikinn verðskuldað. Þær mæta KR-ingum í úrslitum 9. febrúar.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				