Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvíkurstelpur komnar í sumarfrí
Kamilla Sól stóð sig vel hjá Njarðvíkurliðinu í vetur.
Föstudagur 29. mars 2019 kl. 13:02

Njarðvíkurstelpur komnar í sumarfrí

Grindvíkingar leika til úrslita við Fjölni um sigurinn í 1. deild kvenna í körfubolta en þær lögðu Þór Ak. í þremur viðureignum. Njarðvík hins vegar tapaði 0-3 fyrir Fjölni og eru dottnar út. 

Fjölnir vann deildarkeppnina en sigurvegarinn í deildinni fer upp í Domino’s deildina á næsta ári. 

Public deli
Public deli

Forráðamenn Njarðvíkurstúlkna voru ánægðir með árangur þeirra í vetur en liðið er ungt að árum og á framtíðina fyrir sér eins og fram kemur á heimsíðu félagsins: „Kvennalið Njarðvíkur gerði vel í vetur að komast í úrslitakeppni 1. deildar en liðið er aðallega skipað leikmönnum á grunn- og menntaskólaaldri. Að lokinni síðustu leiktíð urðu umtalsverðar breytingar á liðinu okkar og ungir leikmenn stigu upp og tóku við keflinu og fengu mikilvæga reynslu.

Að gefa deildarmeisturum Fjölnis þrjá góða leiki í úrslitakeppninni er því aðeins fyrsta skrefið í því að koma kvennaliði Njarðvíkur á nýjan leik í baráttuna á meðal þeirra bestu.

Við viljum þakka öllum sem að kvennaliðinu komu í vetur og erum í raun þegar farin að undirbúa framhaldið enda framtíðin björt í Ljónagryfjunni og engin ástæða til annars en að horfa björtum augum fram á veginn.“

Vilborg Jónsdóttir er ein af þessum bráðefnilegu og ungu Njarðvíkurstelpum. Myndir af heimasíðu UMFN.